Tískan er harður bransi

Hugrún Ragnarsson, Huggy.
Hugrún Ragnarsson, Huggy. mbl.is/Kristinn

Flestir kalla hana Huggy í dag, hana  Hugrúnu Ragnarsson, ljósmyndara og fyrrverandi fyrirsætu. Hún lætur til sín taka í dómarasætinu í bresku þáttunum Britain's Next Top Model en segist í viðtali við Morgunblaðið ekki vera jafnruddaleg við keppendur og hún lítur út fyrir að vera.

„Þau klippa þættina þannig til að ég virðist vera ruddalegri en ég er í raun,“ segir Hugrún. Hún er sannkallaður senuþjófur og er ekki að skafa utan af hlutunum eins og hún birtist áhorfendum í þáttunum.

Hún segist hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún þáði boðið um að taka að sér starfið: „Þetta var erfið ákvörðun því ég reyni að vera frekar róleg og lágstemmd í störfum mínum. Þegar maður er kominn í sjónvarp er maður algjörlega berskjaldaður.“

Það var ekki síst fyrir áeggjan dóttur sinnar, Ólafíu Eyrúnar, að Hugrún lét til leiðast. „Hún ráðlagði mér að slá til, og benti mér á að ég gæti gert mikið til að hjálpa stelpunum í keppninni þar sem ég þekki hvort tveggja hlutskiptið: að vera fyrir framan og aftan myndavélina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren