Batman vék fyrir Tropic Thunder

Frá frumsýningu Tropic Thunder
Frá frumsýningu Tropic Thunder AP

Það þurfti fjórar af helstu stjörnum Hollywood til þess að velta Batman úr fyrsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir vestanhafs. Kvikmyndin Tropic Thunder með Ben Stiller, Robert Downey Jr., Jack Black og Tom Cruise, var vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum og Kanada um helgina en hún skilaði 26 milljónum dala í kassann. 

Batman, sem sat í fyrsta sæti listans í fjórar vikur, skilaði 16,8 milljónum dala um helgina en alls nema tekjur af myndinni 471,5 milljónum dala og er nú í öðru sæti yfir þær kvikmyndir sem hafa skilað mestum tekjum. Enn sem fyrr trónir Titanic í efsta sætinu með 600,8 milljónum dala.  Hins vegar er ekki tekið tillit til verðbólgu í þessum útreikningum og staðan væri önnur ef svo væri.

1. Tropic Thunder, 26 milljónir dala.

2. The Dark Knight, 16.8 milljónir dala.

3. Star Wars: The Clone Wars, 15,5 milljónir dala.

4. Mirrors, 11.1 milljón dalir.

5. Pineapple Express, 10 milljónir dala.

6. The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor, 8,6 milljónir dala.

7. Mamma Mia!, 6,5 milljónir dala.

8. The Sisterhood of the Traveling Pants 2, 5,9 milljónir dala.

9. Step Brothers, 5 milljónir dala.

10. Vicky Cristina Barcelona, 3,7 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant