Doherty dó en var lífgaður við

Pete Doherty í Búdapest í síðasta mánuði.
Pete Doherty í Búdapest í síðasta mánuði. Reuters

Breski söngvarinn Pete Doherty er sagður hafa dáið en verið lífgaður við eftir meinta ofneyslu fíkniefna, er leiddi til þess að hjartað í honum hætti að slá. Þrátt fyrir þetta lét hann sig ekki muna um fjögurra tíma konsert í klámkvikmyndahúsinu NonStop í Graz í Austurríki á fimmtudaginn.

Doherti vildi lítið gera úr andláti sínu og sagði það leyndarmál: „Það kom upp smá vandamál ... Það reddaðist - ég er enn á lífi.“

Sjúkraflutningamenn voru kvaddir að sveitasetri umboðsmanns Dohertys, Bettinu Aichbauer, þar sem hann hafði misst meðvitund og kom ekki til sjálfs sín. Grunur leikur á að hann hafi tekið mikið af fíkniefnum.

Sjúkraflutningamönnunum tókst að vekja hann til lífsins á ný, og hann neitaði að fara á sjúkrahús til frekari aðhlynningar, heldur vatt sér á svið og söng í 45 mínútur í tilefni af frumsýningu kvikmyndar um hann, sem verið  hefur í vinnslu undanfarna átta mánuði.

Í myndinni segir m.a. frá sambandsslitum Dohertys og Kate Moss, en ekki varð af sýningu á myndinni þar sem Doherty sagði að fartölvan sín hefði bilað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant