Mamma Mia! næsttekjuhæst frá upphafi

Kvikmyndin Mamma Mia fellur heldur betur í kramið hjá Íslendingum
Kvikmyndin Mamma Mia fellur heldur betur í kramið hjá Íslendingum PETER MOUNTAIN

Gamanmyndin Tropic Thunder er komin í efsta sæti bíólistans og hefur þar með skákað hinni gríðarlega vinsælu Mamma Mia! sem náði aftur toppsætinu í síðustu viku. Það kemur þó líklega fáum á óvart að Tropic Thunder skuli ná toppnum, enda hefur myndin hlotið einstaklega góða dóma, og sem dæmi má nefna að hún fékk fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómi Sæbjörns Valdimarssonar hér í Morgunblaðinu. Alls sáu annars rétt rúmlega sjö þúsund manns myndina í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina.

Mamma Mia! kemur svo fast á hæla Tropic Thunder í öðru sætinu, en rúmlega fimm þúsund manns sáu Pierce Brosnan, Meryl Streep og félaga um helgina. Hvorki meira né minna en 89.190 manns hafa nú séð hana hér á landi, og eru tekjur af henni orðnar tæpar 78 milljónir króna. Það gerir hana að næsttekjuhæstu mynd í íslenskum kvikmyndahúsum frá því mælingar hófust, aðeins Mýrin er ofar á listanum með 90,5 milljónir króna í tekjur. Í þriðja sætinu er svo Titanic með 77 milljónir króna.

66 þúsund á Batman

Íslenska gamanmyndin Sveitabrúðkaup stekkur beint inn í þriðja sætið með rúmlega 2.000 gesti um helgina. Þar er á ferðinni frumraun klipparans Valdísar Óskarsdóttur í stóli leikstjóra.

Leðurblökumaðurinn heldur enn mjög góðu flugi og situr sem fastast í fjórða sætinu eftir sex vikur á lista. Alls hafa nú rúmlega 66 þúsund manns séð The Dark Knight, og eru tekjurnar orðnar rúmar 60 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant