Síðasti Freaky Friday dagurinn hjá Gel

Anna Sigríður Pálsdóttir hárgreiðslukona og rekstaraðili Gel
Anna Sigríður Pálsdóttir hárgreiðslukona og rekstaraðili Gel mbl.is/Golli

Þrátt fyrir kreppu er greinilega ekki allt á niðurleið. Fólk þarf ennþá að láta skera hár sitt og því hefur hárgreiðslustofan Gel á Hverfisgötu ekki fundið fyrir skerðingu. Henni hefur meira að segja vegnað það vel að núna, í upphafi vetrarkreppunnar miklu eins og svartsýnustu menn hafa kallað tilvonandi efnahagsástand, hafa aðstandendur stofunnar ákveðið að hætta. Ekki vegna þess að hallað hefur undan fæti, heldur vegna þess að þau vilja takast á við ný og spennandi ævintýri og skilja við stofuna á meðan vel gengur.

„Okkur langar að hætta á toppnum og við erum öll farin að leita í aðrar áttir. Við viljum ekki láta það bitna á kúnnum okkar að við séum farin að spá í öðrum hlutum,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir hárgreiðslukona og rekstaraðili Gel. „Ég ætla að taka að mér verkefni þegar hentar en ég er líka að fara að breyta þessu húsnæði sem ég á hér í annað. Það er svolítið leyndarmál hvað það verður ennþá. Jón Atli er svo að fara að einbeita sér að tónlistinni. Maður þarf að breyta til áður en maður fær leiða.“

Kúnnarnir leiðir

Í kúnnahóp Gel í gegnum árin hafa verið margir þjóðþekktir einstaklingar auk kunnuglegra miðbæjardrauga. Anna segir hópinn hafa verið æðislegan og að hún sé fjarri því að vera komin með leiða á starfinu. Hún muni aldrei leggja frá sér skærin en nú sé kominn tími til þess að teygja sig yfir á næsta stig. Ein helsta sönnun þess hversu vel kúnnar stofunnar hafa treyst hárgreiðslufólkinu eru svokallaðir Freaky Fridays þar sem þeir setjast í stólinn án þess að mega gefa vísbendingar um hvernig klippingin skuli vera. Dagurinn í dag verður síðasta tækifærið til þess að láta klippa sig blint og verður stofan opin til klukkan eitt í nótt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg