Tommy Lee Jones stefnir fyrir vanefndir

Tommy Lee Jones
Tommy Lee Jones AP

Bandaríski kvik myndaleikarinn Tommy Lee Jones hefur stefnt kvikmyndafyrirtækjunum sem gerðu No Country For Old Men fyrir vanefndir á samningum, alls að fjárhæð 10 milljónir dala eða tæpar 875 millj. kr.

Myndinni var leikstýrt af Coen-bræðrunum sem voru jafnframt meðframleiðendur og fékk bæði mjög góða dóma og aðsókn en hún aflaði rúmra 160 millj. dala og fjölda verðlauna, m.a. fjögur Óskarsverðlaun.

Jones stefnir NM Classic Inc., hollensku dótturfyrirtæki Paramounts sem einnig er tiltekið í stefnunni. Heldur Jones því fram að kaupaukar sem hann hafi átt að fá í samræmi við velgengni myndarinnar, og laun hafi verið einhliða endurskoðuð og lækkuð á þeirri forsendu að mistök hafi verið gerð í samningsgerðinni.

No Country For Old Men var samstarfs-framleiðsluverkefni milli Paramount Pictures og Miramax Film, þar sem Paramount fór að mestu með dreifingu á myndinni utan Bandaríkjanna. Jones krefst þess að hann sitji við sama borð og Coen-bræður og framleiðandi myndarinnar, Scott Rudin, þegar kemur að uppgjöri og skiptingu ágóðans.

Í stefnunni er því haldið fram að fljótlega eftir að kvikmyndin var frumsýnd vestanhafs hafi yfirmenn Paramount tilkynnt um mistök í samningunum sem leiddi til verulegrar lækkunar á tekjum Jones. Telur Jones þessar staðhæfingar um mistök í samningnum jafngilda fjárdrætti. Kjarni stefnunnar lýtur að því að Paramount hafi verið fullljóst um þá vankanta eða ónákvæmni sem voru í samningnum þegar hann var undirritaður.

Dómsmálum fjölgar

Mjög færist nú í vöxt að eftirsóttasta hæfileikafólkið í Hollywood leiti á náðir lögmanna og endurskoðenda vegna ágreinings um ágóðahlutdeild í samningum við kvikmyndafyrirtækin. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu, stefndi t.d. dótturfyrirtæki Time Warner þar sem hann hélt því fram að hafðar hefðu verið af sér 100 millj. dala en málið var á endanum leitt til lykta með sátt. Þá hefur David Dunchovny, annar aðalleikari X-Files, stefnt 20th Century Fox og krefst 25 millj. dala í bætur fyrir að kvikmyndafyrirtækið hafi selt endursýningarréttinn á þáttunum til dótturfyrirtækis á undirverði og þannig haft af honum fé. Með sama hætti stefndi leikarinn Alan Alda Fox vegna ágóðahlutdeildar í M*A*S*H. Öll þessi mál voru leyst með sátt utan réttar en sami lögmaður, Stanton Stein, fór með málin fyrir listamennina þrjá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg