Guðmundur Andri: Kann ekkert að skrifa bækur

Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri Thorsson mbl.is/Einar Falur

Ég kann í rauninni ekkert að skrifa bækur," segir Guðmundur Andri Thorsson í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Lesbók Morgunblaðsins á morgun." Auðvitað eru til vissar formúlur en aðrir eru miklu betri í þeim en ég og þess vegna þarf ég að finna upp skáldsöguformið í hverri nýrri bók."

Guðmundur Andri er spurður út í tengsl hans við föður sinn, Thor Vilhjálmsson. „Samband okkar hefur alltaf verið mjög náið og í sambandi við skrifin hef ég aldrei fengið neitt nema hvatningu, eiginlega alveg yfirgengilega, og fullkomið krítíkleysi frá honum, eins og vera ber þegar foreldrar eru annars vegar.

Stundum hef ég líka bent á að ég er ekki eingetinn. Ég held að mamma hafi jafnvel haft meiri áhrif á það hvernig ég skrifa. Hún skrifar mjög skemmtilegan, snarpan og hvassan stíl sem ég held ég hafi tekið mér að einhverju leyti til fyrirmyndar," segir Guðmundur Andri en móðir hans er Margrét Indriðadóttir fyrrverandi fréttastjóri á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes