Viðhorfsbreyting í vændum

Vandana Shiva og Yoko Ona við verðlaunaafhendinguna.
Vandana Shiva og Yoko Ona við verðlaunaafhendinguna.

Friðarsinninn Yoko Ono kveikti á friðarsúlunni í Viðey í gær, að viðstöddu fjölmenni. Hún segir hreina tilviljun að daginn, afmælisdag Johns Lennons, skuli bera upp í slíkri umbrotaviku á Íslandi. Morgunblaðið átti stutt samtal við hana.

Þín kynslóð stóð fyrir breytingar.

„Þú átt við sjöunda áratuginn.“

Já. Telur þú að þessir miklu umbrotatímar nú muni leiða til svipaðra breytinga á viðhorfum?

„Það er mögulegt. Ég tel að samfélagsgerðin í dag sé hins vegar miklu flóknari. [...] Mannkynið mun nú þurfa að skapa eitthvað sem er mun viturlegra,“ segir Yoko og vísar til þeirra afleiðinga sem hljótist af skammsýni mannanna.“

Telur þú að þessi umskipti muni hafa áhrif á komandi kynslóðir?

„Já. Þau verða að hafa það. Við getum ekki hagað okkur með jafnóábyrgum hætti og skilað vandamálunum áfram til næstu kynslóða. Það er á okkar ábyrgð að hreinsa upp þessi vandamál.“

Þú hefur veitt Lennon Ono-friðarverðlaunin í fyrsta skipti. Tekurðu sjálf þátt í að velja verðlaunahafa?

„Já. Hvað varðar verðlaunahafann Vandana Shiva vil ég segja að ég ber mikla virðingu fyrir henni og einstöku starfi hennar, sem hún hefur unnið mjög hljóðlega.“

Þú veittir einnig íslensku þjóðinni viðurkenningu fyrir framlag hennar til friðar og árangur í nýtingu hreinnar orku sem hvort tveggja ætti að vera öðrum fordæmi. Hvað viltu segja um samband þitt við Ísland sem er orðið hluti af lífi þínu?

„Vegna ástar minnar á fólkinu hér er mjög auðvelt fyrir mig að vera hérna. Ég held að tímasetningin sé ótrúleg. Ég valdi ekki að koma hingað á slíkum tímapunkti en nú er ég hér,“ sagði Yoko, sem sagði stefnt að því að veita áðurnefnd friðarverðlaun um langa framtíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes