Ofviðrið á hvíta tjaldið

Helen Mirren.
Helen Mirren.

Breska leikkonan Helen Mirren mun fara með aðalhlutverkið í kvikmynd sem til stendur að gera eftir Ofviðri Shakespeares, The Tempest. Þetta kemur fram á vefsíðu The Guardian. Á meðal annarra sem leika munu í myndinni má nefna Jeremy Irons, Djimon Hounsou, Russell Brand, Alfred Molina og Ben Whishaw.

Leikstjóri myndarinnar er hin virta Julie Taymor. Hún ákvað að breyta kyni aðalsöguhetjunnar til þess að myndin gæti skartað Helen Mirren í aðalhlutverkinu.

Taymor hefur nokkra reynslu af því að gera stórar kvikmyndir eftir sögum Shakespeares, en árið 1999 gerði hún hina frábæru kvikmynd Titus sem byggð var á Titusi Andronicus, en myndin skartaði Anthony Hopkins í aðalhlutverkinu.

Það er annars af Helen Mirren að frétta að hún hefur haft nóg að gera frá því hún vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Queen árið 2006.

Á meðal næstu mynda sem hún mun leika í má nefna The Debt þar sem hún fer með hlutverk fyrrum njósnara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, auk myndar sem til stendur að gera og verður byggð á bresku sjónvarpsþáttunum State of Play. Á meðal annarra leikara í þeirri mynd má nefna Russell Crowe og Ben Affleck.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant