Brúðguminn með fjórtán tilnefningar

Sviðsmynd úr Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák.
Sviðsmynd úr Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák.

Brúðguminn, kvikmynd Baltasar Kormáks, er tilnefnd til 14 verðlauna á Edduverðlaununum í ár, þar með talið í flokknum „Kvikmynd ársins“. Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó sunnudagskvöldið 16. nóvember.

Þannig eru kvikmyndirnar Brumguminn, Reykjavík-Rotterdam og Sveitabrúðkaup hljóta tilnefningu í flokknum „Kvikmynd ársins“. Stuttmyndirnar Harmsaga, Hnappurinn og Smáfuglar eru hins vegar tilefndar í flokki stuttmynda. 

Af öðrum flokkum má nefna að sjónvarpsþættirnir Dagvaktin, Latibær, Mannaveiðar, Pressa og Svartir englar eru tilnefndir í flokknum "Leikið sjónvarpsefni ársins".

Tilnefndar í flokknum „Leikkona ársins í aðalhlutverki“ eru þær Didda Jónsdóttir (Skrapp út), Margrét Vilhjálmsdóttir (Brúðguminn) og Sólveig Arnardóttir (Svartir englar).

„Leikarar ársins“ eru tilnefndir þeir Baltasar Kormákur (Reykjavík-Rotterdam), Hilmir Snær Guðnason (Brúðguminn) og Pétur Einarsson (Konfektkassinn).

Í flokknum „Leikkona ársins í aukahlutverki“ eru tilnefndar þær Hanna María Karlsdóttir (Sveitabrúðkaup), Ilmur Kristjánsdóttir (Brúðguminn) og Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Brúðguminn).

Leikari ársins í aukahlutverki eru tilnefndir þeir Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson, allir fyrir leik í Brúðgumanum.

Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam.
Baltasar Kormákur og Þröstur Leó Gunnarsson í myndinni Reykjavík-Rotterdam. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes