Aniston gagnrýnir Jolie

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AP

Kvikmyndaleikkonan Jennifer Aniston hefur gagnrýnt Angelinu Jolie, fyrir frásögn hennar af því hvernig hún kynntist og féll fyrir Brad Pitt, sem á þeim tíma var kvæntur Aniston. Aniston fjallar í fyrsta skipti opinberlega um málið í viðtali í tímaritinu Vogue.

Í viðtalinu gagnrýnir Aniston Jolie fyrir það sem hún sagði í viðtali við sama blað í janúar árið 2007. „Þar sem þar var prentað var greinilega frá þeim tíma þegar ég vissi ekki hvað var að gerast,” segir hún. „Mér fannst því óviðeigandi að ræða slíkt í smáatriðum.” 

Jolie sagði í viðtalinu að Pitt hafi verið með besta vini sínum, sem hann elskaði og virti er þau kynntust. Hún lýsir þó einnig daglegri tilhlökkun sinni yfir því að fara til vinnu með honum er þau unnu saman að gerð myndarinnar og segir Aniston hafa verið sérstaklega sársaukafullt að lesa þau ummæli.

Þá segir hún skilnaðinn við Pitt ekki hafa verið jafn erfiðan og fólk virðist halda og að hún hugsi lítið um þann tíma og sé að mestu búin að gleyma myrkrinu sem honum fylgdi. Aniston fjallar einnig lítillega um samband sitt við tónlistarmanninn John Mayer í viðtalinu. „Mér þykir innilega, innilega vænt um hann; við tölum saman, við dáum hvort annað,” segir hún
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes