Dorrit staldraði stutt við í veislu

Bernie Ecclestone, faðir Tamöru.
Bernie Ecclestone, faðir Tamöru. Reuters

Breska götusölublaðið Daily Mail segir frá því í dag, að Dorrit Moussaieff hafi staldrað stutt við í kampavínsboði, sem Alisa móðir hennar hélt í Lundúnum til að kynna Tamöru Eccelstone sem nýtt andlit skartgripaverslunar sinnar.

Tamara er  24 ára gömul dóttir Bernie Ecclestone, sem stýrir Formúlu-1 kappakstrinum.

Foreldrar Dorritt, þau Alisa og Shlomo Moussaieff, stýra fjölskyldufyrirtækinu sem á sér 400 ára sögu. Að sögn Daily Mail var kampavínsboðið haldið á þriðjudagskvöld í einni af þremur verslunum fyrirtækisins í  New Bond Street í Lundúnum.

Blaðið segir, að fimm mínútum eftir að Dorrit kom í veisluna hafi hún haldið á brott. Ólafur Ragnar Grímsson, eiginmaður hennar, var ekki með í för.

Haft er eftir gesti, að Dorrit hafi litast um en ekki þekkt gestina. Eini nafntogaði gesturinn hafi verið Bernie Eccelstone, faðir Tamöru og veislan hafi verið afar látlaus þegar haft sé í huga hversu þekkt  Moussaieff vörumerkið sé.

Blaðið hefur síðan eftir Dorritt, að hún hafi ekkert komið að skipulagningu veislunnar heldur móðir hennar. „Mínum vinum var ekki boðið og þeir myndu heldur ekki koma í veislu móður minnar vegna þess að þeir þekkja hana ekki," hefur Mail eftir Dorrit. 

Blaðið hefur síðan eftir lafði Forte, eiginkonu hótelkóngsins Rocco Forte: „Ég fer sjaldan út en ég bíð ekki boðanna ef mér er boðið í veislu hjá Dorrit. Þetta getur ekki hafa verið ein af hennar veislum. Þær eru bestar."

Frétt Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes