Tvö stór áramótapartí hafa verið skipulögð

„Við ætlum að halda partí á Apótekinu,“ segir Jón Atli Helgason, einn af forsprökkum Jóns Jónssonar ehf., þegar hann er spurður hvað þeir félagar ætli að gera um áramótin.

„Við ætlum að vera með alveg svaðalegt „line up“. Þar verða meðal annars Sexy Lazer, það er að segja ég, DJ Margeir, Natalie, a.k.a. Yamaho og Raffaele Manna sem kallar sig DJ Baktus. Svo ætlar Urður [Hákonardóttir, fyrrverandi söngkona GusGus] að syngja, auk þess sem fleiri óvæntir gestir munu koma fram. Þá má ekki gleyma því að við ætlum að vera með svokallað klósett-diskó, það verður sem sagt plötusnúður niðri á klósetti,“ segir Jón Atli og hlær.

Miðasala hefst á midi.is á allra næstu dögum, en miðaverð verður 2.000 krónur. Þá leggur Jón Atli áherslu á að engin sérstök álagning verði á barnum.

Fleiri áramótapartí hafa nú þegar verið skipulögð, en skammt frá Apótekinu, á Nasa, munu þau DJ Kiki-Ow og DJ Curver standa fyrir 90's-partíi. Þetta er þriðja árið í röð sem þau standa fyrir slíkum gleðskap á gamlárskvöld, en eins og nafnið bendir til verður tónlist og tíska tíunda áratugar síðustu aldar í aðalhlutverki. Miðasala á herlegheitin hefst á midi.is á mánudaginn, en miðaverð er 3.500 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes