Ný skífa frá U2 væntanleg í mars

Bono og The Edge á tónleikum í Sydney í Ástralíu …
Bono og The Edge á tónleikum í Sydney í Ástralíu fyrir tveimur árum. Reuters

Írsku rokkararnir í U2 hyggjast gefa út nýja hljómplötu í byrjun mars. Platan, sem ber heitið No Line on the Horizon, verður 12 hljóðversplata sveitarinnar, og sú fyrsta frá árinu 2004, en þá gáfu þeir út How to Dismantle an Atomic Bomb.

Upphaflega stóð til að gefa út plötuna í lok þessa árs, en liðsmenn U2 greindu frá því í september að þeir ætluðu að halda áfram að semja ný lög.

Platan verður gefin út í Bretlandi 2. mars og daginn eftir verður hún gefin út í Bandaríkjunum, að því er segir á fréttavef BBC.

U2 hóf að vinna að gerð plötunnar fyrir tveimur árum með bandaríska upptökustjóranum Rick Rubin, sem er þekktastur fyrir að hafa unnið með jafn ólíkum listamönnum á borð við Run DMC, Johnny Cash, Beastie Boys og Red Hot Chili Peppers. Upptökurnar voru hins vegar lagðar til hliðar.

„Við settum allt til hliðar,“ sagði The Edge í samtali við tímaritið Mojo í síðasta mánuði. „Ekkert af því sem við unnum með Rick var notað. Allt var svo samið í framhaldinu.“

Hann bætir því við að U2 muni koma síðar að því sem hljómsveitin vann með Rick Rubin.

U2 hóaði því í gamla samstarfsfélaga, þá Brian Eno og Danny Lanois. Platan var tekin upp í Marokkó, New York, London og í hljóðveri hljómsveitarinnar í Dublin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren