Skáldaði sögu um "týndan son"

Meagan McCormick kom fyrir rétt í Miami í dag.
Meagan McCormick kom fyrir rétt í Miami í dag.

Hin 22 ára gamla Meagan McCormic í Miami á Flórída á yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa platað lögregluna upp úr skónum. Í tvo daga var leitað að syni hennar og barnfóstru sem aldrei voru til.

Hún kom fram grátklökk í sjónvarpsviðtali á jóladag, eftir að hafa tilkynnt um hvarf á 5 mánaða gömlum syni sínum og barnfóstru hans. 

„Ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn,“ sagði konan við fjölmiðla, en í ljós kom að hún skáldaði þessa frásögn frá grunni, í örvæntingarfullri tilraun til að endurheimta fyrrverandi kærasta sinn. Hafði leit þá staðið yfir í nærri tvo daga í gjörvallri Flórída, samkvæmt frásögn CNN.

Vonaðist hún til að endurheimta sinn fyrrverandi, með því að segja að hann ætti barn sem hann hefði ekki vitað um. Þegar maðurinn birtist til að sjá „son“ sinn var hann sagður týndur. Kom hann einnig fram í fjölmiðlum, með tárin í augunum, og óskaði eftir upplýsingum um ferðir litla stráksins.

Ekki fylgir sögunni hvernig maðurinn brást við, þegar uppgötvaðist um ráðabrugg konunnar. Hún gekk svo langt að sýna lögreglunni ljósmynd af „syninum“, sem reyndist vera mynd af einhverju allt öðru barni sem hún hafði hlaðið niður á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes