Keppa í óbyggðum Alaska

„Þetta verður langt og kalt ferðalag. Mikið líkamlegt og ekki síður andlegt álag – þolakstur. Það er ekki margt ungt fólk í keppninni, mest á fertugs- og fimmtugsaldri,“ sagði Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri. Hann og kona hans Þóra Hrönn Njálsdóttir ráðgjafi ætla að taka þátt í vélsleðakeppninni The Tesoro Iron Dog Race. Eknir verða 3.172 km í fimbulkulda um óbyggðir Alaska og hefst keppnin 8. febrúar næstkomandi. Í liði með þeim hjónum verða tveir bræður frá Alaska.

Langflestir 83 keppenda eru karlar frá Alaska, aðeins þrjár konur eru skráðar til keppni. Þau Þóra Hrönn og Sigurjón eru fyrst Íslendinga til að taka þátt í þessari keppni og raunar einu útlendingarnir sem taka þátt að þessu sinni.

Sigurjón sagði að hver dagleið jafngilti því að aka frá Hafnarfirði á Þingvöll, þaðan norður yfir Langjökul, inn á Hveravelli, austur með Hofsjökli norðanverðum að Mývatni og þaðan í Möðrudal. „Svona er keyrt dag eftir dag. Fyrst í fimm daga samfleytt, svo er eins dags hvíld og síðan er keyrt í þrjá daga. Þetta tekur á.“ Leiðin liggur á milli lítilla þorpa frumbyggja og veiðimanna. Þar verður hægt að fá eldsneyti og gistingu. Þau hafa með sér tjöld og svefnpoka ef þau skyldu þurfa að gista í óbyggðum. Búast má við að kuldinn verði -30°C til -45°C á leiðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes