Hlauparar fljótir að skrá sig

Frá Laugavegshlaupi.
Frá Laugavegshlaupi.

Skráning í Laugavegshlaupið, ofurmaraþonið milli Landmannalauga og Þórsmerkur, hófst í fyrradag með miklum látum. Um klukkan 14 í gær höfðu um 70 manns skráð sig og má gera ráð fyrir að a.m.k 100 skráningar hafi borist áður en dagur var að kveldi kominn.

Í fyrra seldist upp í hlaupið í apríl og hjá mörgum hlaupurum, sem höfðu lagt mikið á sig við undirbúning en trassað skráningu, fóru í hönd dagar angistar og kvíða. Til allrar hamingju fyrir þá angistarfullu var fljótlega ákveðið að hækka hámarksfjöldann úr 150 í 250 og í ár geta allt að 300 tekið þátt.

Svava Oddný Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Laugavegsmaraþons, útilokar ekki að í framtíðinni verði hámarksfjöldinn hækkaður enn frekar.

Hlaupið fer fram 18. júlí næstkomandi eins og sést á www.marathon.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren