Slumdog vann á Golden Globe

Breska myndin Slumdog Millionaire vann stærsta sigurinn á 66. Golden Globe verðlaunahátíðinni sem haldin var í Hollywood í nótt. Slumdog Millionaire hlaut fern verðlaun en auk hennar fengu leikararnir Heath Ledger og Kate Winslet veigamikil verðlaun. 

Slumdog Millionaire fjallar um munaðarleysingja sem ryður sér leið út úr fátækrahverfum Mumbaí á Indlandi og fara óþekktir leikarar með aðalhlutverkin. Myndin hlaut verðlaun m.a.  fyrir bestu leikstjórn Danny Boyle, handrit, tónlist og þykir það veita henni möguleika á Óskarsverðlaunum en þau verða veitt í næsta mánuði.

Heath Ledger, sem lést fyrir ári, hlaut verðlaun fyrir leik í Batman-myndinni The Dark Knight og Kate Winslet hlaut tvenn verðlaun, sem besta leikkona og sem besta leikkona í aðalhlutverki, í myndinni Revolutionary Road.  Þá vann Mickey Rourke til verðlauna fyrir leik í myndinni The Wrestler.

Mikill stjörnufans var á hátíðinni og þar mátti m.a. sjá Brad Pitt, Tom Cruise, Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio.

Heimasíða Golden Globe verðlaunanna.

Kate Winslet ásamt eiginmanni sínum og leikstjóra Sam Mendes.
Kate Winslet ásamt eiginmanni sínum og leikstjóra Sam Mendes. Reuters
Danny Boyle leikstjóri ásamt aðalleikurum Slumdog Millionaire
Danny Boyle leikstjóri ásamt aðalleikurum Slumdog Millionaire Reuters
Mickey Rourke
Mickey Rourke Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg