Lyf sem lengir augnhár

Augnháralengingar verða kannski úreltar með tilkomu Latisse.
Augnháralengingar verða kannski úreltar með tilkomu Latisse. Reuters

Því er spáð, að nýtt lyf sem gerir það að verkum að augnhár vaxa hraðar og þykkjast, muni slá í gegn á næstu árum. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Allergan sem einnig framleiðir hrukkubanann Botox.

Fyrirtækið áformar að setja lyfið Latisse á markað innan skamms. Lyfið byggir á sömu formúlu og lyf, sem framleitt er við augnsjúkdómnum gláku en það dregur úr þrýstingi í augasteini. Það lyf hefur hins vegar þær aukaverkanir að augnhár sjúklinga fara að vaxa og þær aukaverkanir eru nýttar í nýja lyfinu.

Blaðið International Herald Tribune segir, að sumir sérfræðingar óttist að þeir sem noti nýja lyfið muni finna fyrir öðrum og ekki eins heppilegum aukaverkunum glákulyfsins á borð við sviða og litarbreytingar á augnlokum. Aðrir velta því fyrir sér hvort fólk sé tilbúið til að greiða jafnvirði 15 þúsund króna á mánuði til að fá lengri augnhár.

En aðrir sérfræðingar spá því, að Latisse muni slá í gegn á snyrtivörumarkaði. Talið er að sala á augnháralit í heiminum nemi um 5 milljörðum dala árlega, jafnvirði 640 milljarða króna. Þannig gætu tekjur af sölu Latisse numið um hálfum milljarði dala á ári innan ekki langs tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes