Springsteen leggur land undir fót

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. Reuters

Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen hyggst fara í hljómleikaferðalag um heiminn en hann mun hefja upp raust sína í Kaliforníu í apríl. Springsteen hefur staðfest að hann muni halda tónleika í Bandaríkjunum og Evrópu í vor og sumar.

Hann mun t.d. halda tónleika í Dublin 11. júlí nk. Þá er talið afar líklegt að hann muni leika á Glastonbury-hátíðinni, sem fer fram í júní.

Það er nóg um að vera hjá honum þessa dagana því í næstu viku mun hann troða upp í úrslitaleik ameríska ruðningsins, eða þegar leikið verður um Ofurskálina svokölluðu.

Þá tók hann lagið þegar Barack Obama sór embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna 20. janúar sl.

Springsteen hyggst hefja tónleikaferðalagið í San Jose í Kaliforníu 1. apríl nk. Hann heldur svo til Evrópu í lok maí, en 30. maí mun hann leika á Pinkpop tónlistarhátíðinni í Hollandi.

Hann mun m.a. heimsækja Stokkhólm, München, Vín, Róm, Tórínó og Bilbao. Síðustu tónleikarnir í Evrópu verða svo í Santiago á Spáni 2. ágúst.

Nýjasta breiðskífa Springsteen, Working on a Dream, er komin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren