Spinal Tap í hljóðveri

Harry Shearer, Christopher Guest og Michael McKean eru Spinal Tap.
Harry Shearer, Christopher Guest og Michael McKean eru Spinal Tap.

Grallaraspóarnir í hljómsveitinni Spinal Tap eru nú í hljóðveri til að taka upp nýtt efni - í fyrsta sinn í 20 ár. Sveitin, sem gerir óspart grín að breskum þungarokkssveitum, er hugarfóstur bandarísku leikaranna Michael McKean, Harry Shearer og Christopher Guest.

Rokkararnir litu fyrst dagsins í ljós í grín heimildarmyndinni This Is Spinal Tap frá árinu 1984. Tvær plötur fylgdu í kjölfarið.

Shearer, sem talar inn á Simpsons-teiknimyndirnar, sagði í samtali við BBC 5 að hægt verði að hala niður lögunum á netinu, auk þess sem hægt verði að kaupa tónlistina með hefðbundnum hætti síðar á þessu ári.

Síðasta plata Spinal Tap, Break Like The Wind, kom út árið 1992.

Hljómsveitin kom saman fyrir tveimur árum til að halda tónleika á Live Earth-tónleikunum á Wembley í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg