Rihanna og Brown gift?

Rihanna og Chris Brown
Rihanna og Chris Brown Reuters

Tónlistarfólkið Rihanna og Chris Brown gekk í hjónaband um liðna helgi samkvæmt slúðurvefjum. Brown , sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að hafa lagt hendur á Rihönnu, á að hafa beðið söngkonunnar um síðustu helgi þegar þau tóku saman á ný á heimili P. Diddy í Miami á Flórída um síðustu helgi.

Á Brown að hafa beðið Rihönnu afsökunar á ofbeldinu og beðið hana um fyrirgefningu. Hann bætti um betur og bað hennar á staðnum og á hún að hafa játast honum með þeim orðum að hún gæti ekki lifað án hans. Þau ákváðu að eyða engum tíma í óþarfa og fengu embættismann til þess að gefa sig saman á staðnum.

Fjölskylda söngkonunnar á að vera afar ósátt við að hún hafi tekið aftur saman við Brown en hún lætur viðvaranir þeirra sem vind um eyru þjóta.

Samkvæmt heimildarmanni America's Star tímaritsins er það draumur Rihönnu, sem er 21 árs, að eignast tvö börn með eiginmanninum, sem er 19 ára, áður en hún verður 25 ára.

Árás Brown á Rihönnu verður tekin fyrir í Los Angeles í dag en hann er ákærður fyrir að hafa gengið í skrokk á söngkonunni þar til hún missti meðvitund þann 8. febrúar sl.

Rihanna eftir árás Brown
Rihanna eftir árás Brown TMZ.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant