Söngvari Metallica á sjúkrahús

Metallica á sviðinu í Egilshöll fyrir nokkrum árum.
Metallica á sviðinu í Egilshöll fyrir nokkrum árum.

Aflýsa þurfti tónleikum bandarísku þungarokksveitarinnar Metallica í Globen í Stokkhólmi í gærkvöldi vegna þess að James Hetfield, söngvari sveitarinnar, veiktist skyndilega og var fluttur á sjúkrahús.

Húsið var fullt þegar tónleikarnir áttu að hefjast en þá steig Lars Ulrich, danskur trommari Metallica, fram á sviðið og tilkynnti að Hetfield hefði veikst og því yrði ekkert af tónleikunum. Ulrich lofaði Svíum því, að hljómsveitin myndi bráðlega koma aftur til Svíþjóðar og bæta þeim, sem mættu í Globen, þetta upp. 

Talið er að Hetfield hafi fengið matareitrun. Hann var útskrifaður af Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærkvöldi.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg