Seth söng ekki undir hjá McCartney

Seth Sharp
Seth Sharp

Tónlistarmaðurinn Seth Sharp var einn af 25 manna kór sem kom fram á tónleikum í Radio City Music Hall í New York á laugardagskvöldið. Tónleikarnir voru til styrktar velgjörðarsjóði bandaríska leikstjórans Davids Lynch og komu þar fram margar stórstjörnur.

„Móðir mín er skemmtikraftur og kennari, sjóðurinn hafði samband við skólann hennar og bað hana og fleiri um að mynda kór til að syngja með listamönnunum á tónleikunum. Mamma hafði svo samband við mig,“ segir Seth um ástæðu þess að hann endaði í kórnum. „Tónlistarmennirnir slógust um kórinn og vildu allir hafa hann í bakgrunni. Við enduðum á að æfa tvö lög með Moby og lag með Paul McCartney en hann kom þarna fram með Ringo Starr.“

Seth segir samt ekki allt hafa farið eftir áætlun og þau hafi endað á því að koma bara fram með Moby. „Það var ótrúlega mikið um að vera þarna og alltaf eitthvað að breytast fram á seinustu stundu. Í lokin þurfti McCartney að skera af dagskrá sinni og ákvað að hætta við lagið sem við áttum að syngja með honum. Moby opnaði kvöldið og kórinn söng tvö lög með honum,“ segir Seth sem varð að vonum fyrir nokkrum vonbrigðum með að syngja ekki undir hjá McCartney. „Ég var orðinn nokkuð spenntur fyrir því enda McCartney eins og konungborinn í augum margra. Reyndar höfðar tónlist Mobys meira til mín en mamma mín var alveg að missa sig yfir McCartney, hann er meira hennar kynslóð.“

ingveldur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg