Framleiðendur Villtu vinna milljarð? styrkja Mumbai

Ungur drengur sést ganga fram hjá auglýsingaspjaldi fyrir kvikmyndina Villtu …
Ungur drengur sést ganga fram hjá auglýsingaspjaldi fyrir kvikmyndina Villtu vinna milljarð? í fátækrahverfi Mumbai. Reuters

Framleiðendur Óskarsverðlaunamyndarinnar Viltu vinna milljarð? (Slumdog Millionaire) hafa greint frá því að þeir muni gefa góðgerðarsamtökum, sem vinna með börnum sem búa í fátækrahverfum Mumbai, tæpar 100 milljónir kr.

Myndin gerist og var tekin upp í borginni. Hún hlaut alls átta Óskarsverðlaun og var m.a. valin besta myndin.

„Það er bara réttlátt að borgin fái að njóta hluta þeirrar velgengni og athygli sem myndin hefur hlotið,“ segir Danny Boyle, leikstjóri myndarinnar.

Tveir leikarar í myndinni, börnin Rubina Ali og Azharuddin Ismail, voru flutt í ný hús þegar það kom í ljós að þau bjuggu enn í fátækrahverfi borgarinnar þegar myndin var frumsýnd.

Góðgerðarsamtökin Plan munu verja fénu til að aðstoða fátæk börn í Mumbai næstu fimm ár og verður m.a. lögð áhersla á að mennta börnin.

Marie Staunton, talsmaður góðgerðarsamtakanna, segir að um einn milljarður jarðarbúa búi í fátækrahverfum. Og á hverjum degi bætist 100.000 nýir íbúar við.

„Villtu vinna milljarð hefur sýnt heiminum skyndimynd af því hvernig lífið er hjá einum sjötta hluta jarðarbúa,“ segir Staunton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren