Byggði fjall úr byggingakrönum

Íslenska efnahagsundrið breyttist skyndilega í haust í efnahagshrunið og fór það væntanlega ekki fram hjá neinum. Útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands fóru ekki varhluta af breyttu landslagi í íslensku efnahagslífi og sést það í verkum sem sýnd eru á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. Byggingakranar fá nýtt hlutverk og verða að fjalli í verki Unu Baldvinsdóttur sem er að útskrifast úr myndlistardeild LHÍ en hún veltir fyrir sér hvort þetta sé ný ásýnd höfuðborgarsvæðisins.

María Markovic, nemi í vöruhönnun, reynir með öllum sínum þunga að fá að komast í heimsókn en hún hefur hannað dyrabjöllu sem nefnist „Maríubjallan."

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. Alls sýna 22 útskriftarnemar í myndlistardeild og 47 útskriftarnemar í hönnunar- og arkitektúrdeild skólans  verk sín á sýningunni. Sýningin stendur yfir til 3. maí.

Nánar verður fjallað um sýninguna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes