Kaupir íbúð fyrir barnsmóðurina

Frank Lampard
Frank Lampard Reuters

Bresk dagblöð hafa á síðustu mánuðum fjallað talsvert um hjúskaparvandræði knattspyrnukappans Frank Lampard, sem er dúx úr frægum einkaskóla og hefur verið með ímyndina í lagi til þessa.

Margt hefur verið að ergja Lampard upp á síðkastið; ekki bara að Chelsea tapaði fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tilstilli norsks dómara, og hafnaði „aðeins“ í þriðja sæti deildarkeppninnar, heldur hefur hann verið sakaður um að fara illa með sambýliskonu sína til sjö ára, hina spænsku Elen Rives, en þau eru nýskilin. Rives og Lampard eiga tvær ungar dætur saman.

Lampard var nóg boðið er spjallþáttastjórnandi nokkur sagði hann slæman föður og að hann léti Rives búa í leiguholu á meðan hann breytti glæsihúsi þeirra í piparsveinagreni. Hringdi Lampard í þáttinn og hellti sér yfir manninn.

Nú hefur Lampard keypt glæsilega íbúð í Chelsea-hverfinu fyrir mæðgurnar, rétt hjá Stamford Bridge-vellinum, og borgaði tæpar þrjár milljónir punda fyrir.

Lampard er sagður kominn með nýja unnustu, 23 ára dóttur kunns fjárfestis og Rives hefur einnig sést með nýjan herra upp á arminn. Hann er einnig knattspyrnumaður en leikur með utandeildarliðinu Stevenage Borough.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Axel Jóhann Hallgrímsson:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes