Hættir í valnefnd Grímunnar

Rúnar Guðbrandsson.
Rúnar Guðbrandsson. mbl.is/Valdís

Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri, hefur óskað þess að vera alfarið leystur frá störfum í nefndinni og komi ekki að kjöri á verðlaunahöfum Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Viðari Eggertssyni, forseta Leiklistarsambands Íslands.

Viðar segir að Rúnar taki ákvörðunina svo enginn skuggi megi falla á Grímuna eða hugsanlega verðlaunahafa.  Rúnar var skipaður í valnefndina af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Í opnu bréfi frá Rúnari segir, að hann óski eftir ógildingu atkvæða sinna í seinni hluta kosninganna um verðlaunahafa Grímunnar í öllum flokkum sem valnefndin kaus um af tilnefningum sem fyrir lágu.

Sýningin Steinar í djúpinu, sem Rúnar  leikstýrði og samdi, fékk 12 tilnefningar til Grímunnar.  Fram kom í fjölmiðlum í kjölfar þess, að tilnefningarnar voru birtar, að Rúnar hefði tekið þátt í að velja tilnefningarnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir