Unnustinn reyndist vera klámstjarna

Kona í Bristol hefur aflýst brúðkaupi sínu eftir að hafa uppgötvað að unnustinn var klámmyndastjarna. Hann segir að hann hefði hætt að leika ef hún hefði beðið hann um það.

Haylie Hocking, 27 ára, komst ekki að því að unnusti hennar, Jason Brake, 30 ára, léki í klámmyndum fyrr en nokkrum vikum fyrir brúðkaupsdaginn.

Uppgötvunin varð þegar vinkona hennar sem var að skipuleggja gæsunina leitaði á netinu að karlkyns fatafellum. Rakst hún þá á mynd af Jason ásamt kvenmanni í klámmynd.

Haylie hefur nú hringt í prestinn til að aflýsa brúðkaupinu. ,,Ég gæti aldrei hugsað mér að giftast klámmyndastjörnu," segir hún.

Parið hittist á síðasta ári þegar Jason átti viðskipti við verkstæðið þar sem Haylie vann. Hann sagði henni að hann væri einkaþjálfari og stuttu síðar fóru þau að hittast.

Haylie sagði tímariti að henni hefði fundist hann vera rómantískur, hugulsamur og ástríðufullur elskhugi. Sex mánuðum eftir að þau hittust fóru þau að búa saman í íbúð hennar í Bristol.

Jason sem oft keypti handa henni blóm og skartgripi fór oft burtu um helgar og sagði henni þá að hann væri að þjálfa viðskiptavini.

Eftir átta mánuði bað hann hennar og keypti handa henni trúlofunarhring en þá kom leyndarmálið í ljós.

Haylie segir: ,,Ég veit ekki hvort ég get nokkurn tímann treyst karlmanni aftur."

Jason segir hins vegar: Kynlífið er eingöngu fyrir upptökuvélarnar en Haylie skildi ekki að ég var bara að leika. Mér þykir þetta leiðinlegt og ég vildi ekki særa hana. Ég elska Haylie ennþá og myndi hafa hætt að leika í klámmyndum ef hún hefði beðið mig um það."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes