Vatíkanið viðurkennir Potter

Galdradrengurinn og vinir hans þurfa ekki lengur að þola fordæmingu …
Galdradrengurinn og vinir hans þurfa ekki lengur að þola fordæmingu Vatíkansins. Reuters

Vatíkanið hefur nú loks veitt galdradrengnum Harry Potter samþykki sitt og skrifuð er lofsamleg grein um nýjustu myndina, Harry Potter and the Half-Blood Prince, nýjasta tölublað málgagns Vatíkansins Osservatore Romano.

„Blandan af yfirnáttúrulegri óvissu og spennu og rómantík er í réttu jafnvægi og það gerir að verkum að ævintýri söguhetjunnar verða trúanlegri en áður. Þetta er besta myndin hingað til,“segir í kvikmyndarýninni.

Áður hafði verið skrifaði í blaðið að Harry Potter-bókaröðin væri „skaðleg menntun og and-kristin“.

Árið 2003 sagði Joseph Ratzinger, kardínáli og nú Benedict páfi sextándi, að hin „slóttuga tæling“ sem leyndist í sögunni gæti grafið undan „trúralegri þróun“ barna með því að brengla muninn á hinu góða og illa.

Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn enda virðist Harry Potter and the Half-Blood Prince falla æðri máttarvöldum öllu betur í geð en forverar hennar. „Mörkin milli góðs og ills eru öllu skýrari en áður og áhorfandinn/lesandinn á auðveldar með að átta sig á hvor tilheyrir hinu góða í veröldinni.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes