Ný ævisaga að koma út um tónskáldið Jón Leifs: Bauð konungdóm yfir Íslandi

Tónskáldið Jón Leifs setur Tónlistarhátíð Norðurlanda í júní 1954, en …
Tónskáldið Jón Leifs setur Tónlistarhátíð Norðurlanda í júní 1954, en þá var hún haldin á Íslandi í fyrsta sinn. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Jón Leifs – Líf í tónum, er titill ævisögu um tónskáldið sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson hefur ritað. Bókin kemur út í október og segir Árni Heimir að hann sé fyrstur Íslendinga til að rita ævisögu tónskáldsins.

„Jón var ekki glöggskyggn maður þegar kom að pólitík sem sést best á því að hann gaf embættismönnum nasista undir fótinn með ýmsu móti, þrátt fyrir að hann væri sjálfur kvæntur konu af gyðingaættum. Vorið 1938 var Jón einn þriggja Íslendinga sem gengu á fund embættismanns í áróðursmálaráðuneyti Göbbels og buðu embættismanninum Friedrich Christian prins af Schaumburg-Lippe konungdóm yfir Íslandi.

Jón hafði þungar áhyggjur af stöðu Íslands eftir sambandsslitin við Dani og honum þótti Íslandi best borgið sem konungsríki og þóttist viss um að listin myndi dafna best þannig, þar sem hún væri í eðli sínu aristókratísk og þyrfti sterka, fjárhagslega bakhjarla. Með þetta í huga fer hann ásamt Guðmundi Kamban og Kristjáni Albertssyni og býður prinsinum af Schaumburg-Lippe konungstign yfir Íslandi. Jón vonaðist til að listelskur konungur myndi taka hann upp á arma sína og skapa honum fullkomna aðstöðu til listsköpunar,“ segir Árni Heimir m.a. um innihald bókarinnar.

Um þennan merkilega atburð hefur áður verið fjallað á prenti, í bókinni Kóng við viljum hafa! eftir Örn Helgason sem kom út árið 1992.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav