Ætlar að berjast gegn framsali

Roman Polanski
Roman Polanski Reuters

Lögfræðingur kvikmyndaleikstjórans Romans Polanski segir að þeir muni berjast gegn framsali leikstjórans til Bandaríkjanna. Saksóknari í Los Angeles krefst þess að Polanski verði framseldur frá Sviss en Polanski á yfir höfði sér dóm vegna kynferðisbrots gagnvart þrettán ára gamalli stúlku árið 1977.

Polanski var handtekinn í Sviss á laugardaginn á grundvelli þriggja áratuga gamallar handtökuskipunar, sem gefin var út á hendur honum í Bandaríkjunum, en þar var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku.

Polanski, sem er 76 ára, var handtekinn þegar hann kom til Zürich til að taka við verðlaunum á kvikmyndahátíð þar fyrir ævistarf sitt.

Menningarmálaráðherra Frakklands, Frederic Mitterrand, segist hafa orðið sleginn þegar hann heyrði um handtökuna og segir að forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, fylgist grannt með málinu, að því er fram kemur á BBC. Polanski er franskur ríkisborgari.

Í franska dagblaðinu Le Figaro í dag er haft eftir lögfræðingi Polanski að þeir krefjist þess að Polanski verði látinn laus og þeir muni berjast gegn framsalskröfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg