Leyfi frá almættinu

Yoko Ono í Reykjavík.
Yoko Ono í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

„Já, ég ætla að reyna að kíkja,“ svarar listakonan Yoko Ono þegar blaðamaður spyr hvort hún ætli að mæta á tónleika til heiðurs John Lennon í Hafnarhúsi í kvöld. Ono er furðuhress miðað við að hafa þegar veitt íslenskum fjölmiðlum tvö viðtöl og vera um það bil að hefja það þriðja þegar blaðamaður mætir á svæðið.

Aðstoðarkona Ono kemur aðvífandi með skál af girnilegum, íslenskum jarðarberjum og listakonan lifnar öll við, fer að tína upp í sig berin. Í kvöld kl. 20 verður Friðarsúlan tendruð í Viðey, á afmælisdegi Lennon, og Ono er að sjálfsögðu komin til að fylgjast með því.

Ekki dómsdagur

Þið Lennon börðust ötullega fyrir friði á tímum Víetnamstríðsins og nú er þetta merkilega friðartákn komið út í Viðey. Finnst þér mannkynið einhverju nær friði núna en þá?

„Já, það er engin spurning. Það er margt skelfilegt að gerast núna og fólk veinar og segir dómsdag kominn (Ono leikur það með tilþrifum). Það er undir okkur komið hvort dómsdagur er upp runninn, hann þarf ekki að vera það. Það er svo margt fallegt að gerast núna sem var ekki að gerast á 7. áratugnum. Við höfum komist að ýmsu um stofnfrumur, kjarnsýrur og að við getum klónað fólk út frá einu hári,“ svarar Ono, innblásin af framþróun í vísindum. Hægt sé að nýta sér tækniþekkingu til góðra verka, t.d. nýta jarðvarma til orkuframleiðslu í stað þess að beita aðferðum sem valda mengun.

Nú hefurðu persónulega reynslu af stríði, þú varst í Japan þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum á Hiroshima og Nagasaki...

„Og það skrýtna er að John fæddist í miðri loftárás,“ bætir Ono við. „Ég var í Japan og gekk í gegnum margt skrítið en þegar maður er barn er það eini veruleikinn sem maður þekkir og því líður manni ekkert of illa yfir því. Þetta er bara lífið.“ 

Nánar er rætt við Yoko Ono í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes