Óvenjuleg lífssaga íslensks undrabarns

Þórunn Ashkenazy sjö ára á tónleikum.
Þórunn Ashkenazy sjö ára á tónleikum.

Saga Þórunnar sem undrabarns á Íslandi má ekki gleymast, segir Elín Albertsdóttir blaðamaður sem er höfundur ævisögu Þórunnar Jóhannsdóttur Ashkenazy sem kemur út fyrir þessi jól hjá Bókafélaginu.

Bókin ber titilinn Íslenska undrabarnið – saga Þórunnar Ashkenazy. „Í bókinni kemur fram margt óvænt varðandi barnæsku Þórunnar og án þess að ég vilji upplýsa það núna held ég að fólk skilji betur þegar það er búið að lesa bókina af hverju hún lagði píanóleik á hilluna,“ segir Elín. „Þórunn átti mjög óvenjulega æsku, svo vægt sé til orða tekið, og líf hennar hefur verið viðburðaríkt alla tíð, eins og rakið er í bókinni, en flestir Íslendingar, sem komnir eru á miðjan aldur, muna eftir fjölmiðlafárinu þegar Þórunn og eiginmaður hennar, Vladimir Ashkenazy, ákváðu að yfirgefa Sovétríkin árið 1963.“

Þórunn fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári. Elín segist allt frá barnsaldri hafa haft mikinn áhuga á lífi hennar. „Tveggja ára gömul var Þórunn byrjuð að spila á píanó og þriggja ára var hún farin að spila opinberlega. Í bókinni er sögð óvenjuleg lífssaga Þórunnar, hvort sem er sem undrabarns í píanóleik eða sem eiginkonu og hægri handar eins mesta píanósnillings veraldar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes