Mesta stríðshetja Frakka fimmtug

Asterix verður fimmtugur á fimmtudag.
Asterix verður fimmtugur á fimmtudag.

Frægasti bardagamaður Frakklands verður fimmtugur í vikunni. Honum til heiðurs munu úrvals listflugmenn franska flughersins sýna kúnstir sínar, stjórnmálamenn munu mæla minni hans, stórsýning verður opnuð í Cluny-safninu og risa afmælishátíð verður haldin í miðborg Parísar á afmælisdaginn, fimmtudag.

Hetjan sem hér um ræðir er Gallverjinn Asterix, öðru nafni Ástríkur upp á íslensku. Stríðsmaðurinn dvergvaxni birtist fyrst í franska brandarablaðinu Pilote hinn 29. október árið 1959.

Frakkar hafa ástæðu til að hrífast af Asterix. Óumdeilanlega er hann mesta stríðshetja þeirra. Alla vega í bókmenntunum. Napoleon beið um síðir ósigur en Asterix er enn fullur bardagamóðs og lætur ekki deigan síga.

Mörg hundruð milljónir manna um heim allan hafa lesið um afrek Asterix. Bækur hans hafa verið seldar í 325 milljónum eintaka og þýddar á fjölda tungumála, allt frá mandarín til arabísku og latínu.

Þegar sögusmiðurinn og skapari Asterix, Rene Goscinny, lést árið 1977 var nánast þjóðarsorg í Frakklandi. Í minningargrein var andláti hans líkt við það, að Eiffelturninn hefði hrunið. Við af honum tók teiknarinn Albert Uderzo. Hann hefur bætt níu bókum við þær 24 sem Goscinny lauk við.

Sögurnar af Asterix eiga sér stað um árið 50 fyrir Krists burð. Þungamiðjan í sögunum er lítið þorp sem er eina byggðin í Gallíu sem ekki er fallin í hendur Rómverja.  Varnarsveitir þorpsins hafa hingað til haldið herjum Rómverja í skefjum og geta þakkað það galdramiði drúída þeirra er gefur þeim ofurmennskan bardagakraft.

Vinsældir Asterix þykja í sjálfu sér engin ráðgáta. Barátta litla þorpsins fyrir frelsi sínu gegn harðúðugum kúgurum heilli marga. Líkingarnar við hetjudáðir hans séu hvarvetna en þær nærtækustu sé barátta frönsku andspyrnuhreyfingarinnar gegn hernámsliði nasista í seinna stríðinu.

Og í seinni tíð hefur Asterix jafnvel öðlast hlutverk litla mannsins sem rís upp gegn hnattvæðingunni og öllu sem henni fylgir. Það sem þó þykir sameina alla lesendur hans er húmorinn sem skín í gegn á hverri síðu.

Frekar má fræðast um atburði í tilefni fimmtugsafmælis Ástríks víða um Frakkland á sérstakri heimasíðu tímamótanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren