Mikið af lyfjum fannst í fórum Murphy

Brittany Murphy.
Brittany Murphy. Reuters

Mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum fannst á heimili kvikmyndaleikkonunnar Brittany Murphy, sem lést sl. sunnudag, 32 ára að aldri. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu, sem bandarískir fjölmiðlar hafa fengið aðgang að. 

Auk lyfja fundust tóm lyfjaglös sem hafði verið ávísað á Murphy, móður hennar, Simon Monjack, eiginmann hennar og fleira fólk.

Að sögn vefjarins TMZ.com er um að ræða flogaveikislyfið Topamax, geðdeyfðarlyfin Klonopin og Atvian, verkjalyfin Vicoprofen og Hydrocodone, þunglyndislyfið Fluoxetine og blóðþrýstingslyfið Propranolol.   

Murphy hafði dagana fyrir dauða sinn kvartað um andþrengsli og magaverki. Hún hné niður á sunnudagsmorgun að staðartíma í Beverly Hills og var látin þegar komið var með hana á sjúkrahús.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sólrún Lilja Ragnarsdóttir: So..?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes