Bjarnfreðarson stefnir á fleiri Íslandsmet

Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.
Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.

Þriðji sýningardagur kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson er í dag og eftir kvöldið kemur í ljós hvort hún slær nýtt Íslandsmet með því eiga aðsóknarmestu opnunarhelgi sögunnar. Sú kvikmynd sem á metið er Harry Potter and the Chamber of Secrets, sem skilaði 17 milljónum í kassann um fyrstu sýningarhelgina á Íslandi.

Allt útlit er fyrir að þeir félagar Georg, Daníel og Ólafur Ragnar nái að trekkja að nógu marga bíógesti til að slá það met í kvöld, enda stefnir í að uppselt verði á langflestar eða allar sýningar kvöldsins og það þrátt fyrir að mánudagar séu almennt síðri sýningardagar. Sambíómenn telja í þetta skiptið mánudaginn með til helgarinnar þar sem lokað var í bíóhúsum á föstudag, en hefðbundnar sýningarhelgar eru almennt taldar þriggja daga frá föstudegi til sunnudags. Sé aðeins helgin tekin með tveimur sýningardögum, laugardegi og sunnudegi, var aðsóknin 11.004 manns og tekjurnar tæpar 13 milljónir króna. 

Bjarnfreðarson hefur gengið fyrir fullu húsi frá því hún var tekin í almennar sýningar á annan í jólum og braut hún raunar Íslandsmet strax á fyrsta degi því þá var hún sýnd í 17 sölum víðsvegar um land. Síðan hefur verið uppselt á heilar 29 sýningar allt frá Reykjavík til Patreksfjarðar, þar sem nokkrir bíógesta þurftu reyndar að sitja í tröppunum. Meðal bíógesta á Patreksfirði var auk þess einn aðalleikari myndarinnar, Jörundur Ragnarsson sem leikur Daníel, en hann mætti í bíó ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar og föður sínum Ragnari Jörundssyni.

Talsmenn Sambíóana gera ráð fyrir því að eftir fyrstu þrjá sýningardagana hafi rúmlega 17.500 bíógestir hlegið með og að þremenningunum seinheppnu sem hafa verið með ólíkindum vinsælir síðan Næturvaktin leit fyrst dagsins ljós. Eftir kvöldið í kvöld kemur svo í ljós hvort Bjarnfreðarson haldi áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar.

Hannes Pálsson hjá SagaFilm segir þetta ekki síst vel af sér vikið sé það haft í huga að á sama tíma er verið að frumsýna eina stærstu mynd kvikmyndasögunnar, Hollywood þrívíddarmyndina Avatar. „Þetta sýnir hvar eftirspurnin er mikil eftir íslenskum bíómyndum og þessari eftirspurn verður að svara, en á sama tíma er verið að skera niður framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.“

Jörundur Ragnarsson
Jörundur Ragnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes