Elite keppnin á Íslandi?

Fyrirsætur í keppni Elite árið 2007.
Fyrirsætur í keppni Elite árið 2007. mbl.is

Íslendingum stendur til boða að halda fyrirsætukeppnina Elite Model 2010 í byrjun nóvember nk. Til stóð að halda keppnina í Taílandi en vegna óróa í stjórnmálum þar í landi hefur verið hætt við það. Jón Ólafsson, kenndur við Skífuna, er að kanna möguleika á að keppnin fari fram hér á landi.

Í tilkynningu stýrihóps, sem skipaður var til að undirbúa mögulegt keppnishald á Íslandi, kemur m.a. fram að Elite keppninni fylgi nafnan hátt í 1.000 manns og amk 70 fjölmiðlamenn. Er keppnin sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi þar sem um 400 milljónir manna um allan heim horfa, að sögn stýrihópsins.

Kínverjum stendur einnig til boða að halda keppnina en hún hefur verið haldin þar tvisvar áður og íslenski hópurinn telur því sig hafa ágæta möguleika. Um tildrög tilboðsins til Íslendinga segir að Jón Ólafsson hafi nýverið verið strandaglópur í París og ákveðið að nýta tímann til að leggja sitt af mörkum til að fá fleiri ferðamenn til Íslands.

Eigandi Elite mjög spenntur 

Í gegnum sameiginlegan vin komst Jón í samband við eiganda Elite Model og átti fund með honum. „Hann varð strax mjög spenntur og bauð Jóni að kanna hvort Ísland hefði áhuga á því að taka keppnina að sér. Þetta er gríðarlegt landkynningartækifæri fyrir okkur Íslendinga auk þess sem þetta skapar heilmikla atvinnu í landinu," segir í tilkynningu stýrihópsins sem Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri er skrifuð fyrir.

Jón Ólafsson í Skífunni og forstjóri Iceland Glacial vatnsfyrirtækisins.
Jón Ólafsson í Skífunni og forstjóri Iceland Glacial vatnsfyrirtækisins. mbl.is/Jón H. Sigmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg