Björk fékk Polarverðlaunin

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og ítalska tónskáldið Ennio Morricone skipta með sér Polar tónlistarverðlaununum í Svíþjóð í ár. Stig Anderson, umboðsmaður hljómsveitarinnar ABBA stofnaði til þessara verðlauna árið 1989 með stuðningi sænsku tónlistarakademíunnar.

Verða verðlaunin veitt  í Stokkhólmi síðar á árinu en tilkynnt var um verðlaunahafanna í morgun. Fá þau Björk og Morricone 1 milljón sænskra króna hvort, rúmar 17 milljónir króna.

Morricone hefur samið tónlist fyrir rúmlega 400 kvikmyndir, þar á meðal The Good, the Bad and the Ugly.

Meðal listamanna, sem áður hafa hlotið Polarverðlaunin eru Paul McCartney, Bob Dylan, Stevie Wonder, Pink Floyd, Led Zeppelin, Dietrich Fischer-Dieskau, Miriam Makeba, Karlheinz Stockhausen, Mstislav Rostropovich og Burt Bacharach.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant