Greinilegur meðbyr

Hera Björk á sviðinu í Ósló.
Hera Björk á sviðinu í Ósló. Reuters

Í kvöld mun Hera Björk syngja til sigurs í Evróvisjónkeppninni í Telenor-höllinni í Osló. Íslenski hópurinn hefur staðið í ströngu síðastliðnar tvær vikur og Hera Björk var frá og með gærkvöldinu sett í fjölmiðlabann, en hún hefur vakið mikinn áhuga fjölmiðla ytra.

Meðhöfundur Heru að laginu „Je Ne sais Quoi,“ Örlygur Smári, segir stemninguna í hópnum góða, en viðurkennir að þreytan sé aðeins farin að segja til sín.

„Já, ég held að það sé eitthvað sem allir keppendur eru að glíma við, þetta hefur verið rosaleg keyrsla hérna alla daga. En við vorum heppin að vera í undanriðlinum á þriðjudaginn og fengum alveg tvo daga í hvíld,“ sagði hann í gærkvöldi.

Mörg róleg lög í ár

Hópurinn var viðstaddur seinni undanúrslitin þegar Svíþjóð datt úr keppni í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón. „Það kom mér á óvart að Svíarnir skyldu ekki komast áfram. Mér fannst þeir vera með gott lag, og það var vel flutt og hafði einhvern veginn allt sem þurfti. Mér fannst til dæmis einhver sjarmi vera í sænska laginu sem vantar í önnur lög þarna,“ segir Örlygur og bætir því við að óvenju mörg róleg lög séu í keppninni í ár. „Mér finnst mörg þessara laga vera mjög góð, en margt af þessu er sett fram á svipaðan hátt og er voða keimlíkt; ungir flytjendur með ballöður. Það mætti halda að það væri verið að reyna að herma eftir velgengni Íslands í fyrra.“

Örlygur segir vel hugsanlegt að það verði Íslandi til góðs að skera sig út úr með því að vera með hressilegt lag og segir hópinn hafa fengið lygilega góðar móttökur. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég fer og ég hef aldrei fundið fyrir svona miklum áhuga, og við finnum alveg greinilega fyrir meðbyr.“

„Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði ekki eins og í fyrra, að það verði einhver einn sem stingi af, heldur verði þetta einhver 5-6 lög sem bítast um sigurinn. Ég held að það verði t.d. Ísrael, Grikkland og Aserbaídsjan,“ segir Örlygur um efstu sætin.

Hvað íslenska hópinn varðar er stefnan óhikað sett á sigur. „Við stefnum á það, við gerum eins og handboltalandsliðið og hugsum eins og sigurvegarar, það virðist virka.“

– En hvar höldum við þá keppnina ef Hera kemur okkur í þá klemmu?

Örlygur vitnar í brandara sem nú gengur manna á milli. „Er það ekki bara Salurinn í Kópavogi?“ spyr hann og hlær.

Á uppleið

Á heimasíðunni oddschecker.com, sem reiknar út líkurnar sem veðbankarnir á netinu gefa, er Íslandi nú spáð 8. sætinu en fyrir seinni forkeppnina var okkur spáð því ellefta. Í efstu sætin raðast Aserbaídsjan, Armenía, Þýskaland, Tyrkland og Ísrael. Skv. síðunni þykir Ísland 19. líklegasta landið til að lenda í neðsta sæti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka