Kristbjörg Kjeld borgarlistamaður

Kristbjörg Keld borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2010 og Jón Gnarr borgarstjóri
Kristbjörg Keld borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2010 og Jón Gnarr borgarstjóri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikkonan Kristbjörg Kjeld er borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2010. Var það borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem afhenti Kristbjörgu viðurkenninguna í Höfða í dag. Kristbjörg fékk í gærkvöldi Grímuna fyrir leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.  Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns, sem búsettir eru í Reykjavík. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur tilnefnir borgarlistamann.

Viðurkenningin borgarlistamaður hefur tíðkast síðan árið 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Hana hafa hlotið:
1995 Guðmunda Andrésdóttir,   1996 Jón Ásgeirsson,   1997 Hörður Ágústsson,  1998 Thor Vilhjálmsson,   1999 Jórunn Viðar,   2000 Björk,   2001 Kristján Davíðsson,   2002 Hörður Áskelsson,  2003  Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 Hallgrímur Helgason, 2005 Rúrí og Páll Steingrímsson, 2006 Edda Heiðrún Backman, 2007 Ragnar Bjarnason, 2008 Þórarinn Eldjárn og 2009 Steinunn Sigurðardóttir.

Kristbjörg  útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og lék sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu á lokaárinu í skólanum, Katrínu í Horft af brúnni. Sama ár lék hún titilhlutverkið í  Dagbók Önnu Frank.

Kristbjörg hefur nú verið leikkona við Þjóðleikhúsið í rúma hálfa öld auk þess að taka þátt í sýningum annarra leikhúsa og sjálfstæðra leikhópa.  Þá hefur hún farið í leikferðir víða um heim. Þar ber sérstaklega að geta einna hinna víðförlu sýninga Stundarfriðar eftir eiginmann Kristbjargar Guðmund Steinsson leikskáld og Inúk sem Kristbjörg var meðhöfundur að.

Hún hlaut Edduna, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, sem leikkona ársins í aðalhlutverki nú í ár fyrir afburðaleik sem Mamma Gógó í samnefndri kvikmynd. Kristbjörg hefur að auki hlotið margvíslegar aðrar viðurkenningar og tilnefningar fyrir list sína og var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998. Ævisaga Kristbjargar ,,Kristbjörg Þorkelína” skráð af Jórunni Sigurðardóttur kom út árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg