Hálf milljón sögð hafa skemmt sér í Berlín

Frá gleðigöngunni í dag.
Frá gleðigöngunni í dag. Reuters

Skipuleggjendur Hinsegin daga í Berlín telja að allt að 500.000 manns hafi skemmt sér á götum borgarinnar í dag. Rúmlega 50 atriði tóku þátt í gleðigöngunni og var góðri stemningu haldið uppi með dúndrandi teknótónlist. Þemað í ár var „Venjulegt er öðruvísi“.

Þetta var í 32. sinn sem gangan er farin, sem gengur undir nafninu Christopher Street dagurinn, og í fyrsta sinn sem göngumenn enda fjörið við Brandenborgarhliðið.

Lögreglan hefur ekki getað staðfest fjölda þátttakenda í ár.

Með göngunni vilja menn minnast atburða sem gerðust árið 1969 við Christopher Street þegar viðskiptavinir Stonewall öldurhússins, sem voru flestir klæðskiptingar og ungar vændiskonur, gerðu uppreisn gegn lögreglu, sem gerði áhlaup á staðinn. Í kjölfarið brutust út óeirðir sem stóðu yfir í fjóra daga. Atburðirnir marka upphaf baráttunnar fyrir réttindum samkynhneigðra.

Þessi þátttakandi var í réttum litum.
Þessi þátttakandi var í réttum litum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Einhver er ekki að segja allan sannleikann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson