Leikarinn Laurent Terzieff látinn

Laurent Terzieff
Laurent Terzieff

Franski leikarinn Laurent Terzieff lést í gær 75 ára að aldri. Í dag hafa bæði stjórnmálamenn og listamenn, bæði tengdir leikhúsi og kvikmyndum, minnst hans en hann var einn þekktasti sviðs- og kvikmyndaleikari Frakklands í áratugi.

Meðal þeirra sem minntust Terzieff í dag var forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sem sagði að hann hefði verið  einstakur leikari og maður sem forðaðist öll látalæti.  Francois Fillon, forsætisráðherra minntist heiðarleika Terzieff og Frederic Mitterrand, menningarmálaráðherra, ástríðu hans og þrotlausu starfi hans sem leikari.

Laurent Terzieff lék í myndum sem leikstjórar eins og Luis Bunuel, Jean-Luc Godard og Pier Paolo Pasolini leikstýrðu. Hins vegar var Terzieff fyrst og fremst sviðsleikari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg