Englandsdrottning afturkallar heimboð

Nick Griffin, leiðtogi breska Þjóðernisflokksins.
Nick Griffin, leiðtogi breska Þjóðernisflokksins. Reuters

Elísabet Englandsdrottning hefur afturkallað boð til Nick Griffin, leiðtoga Breska þjóðernisflokksins, um að koma til síðdegistedrykkju í dag. Ástæðan er sú, að Griffin upplýsti í fjölmiðlum að honum hefði verið boðið.

Um 8000 boðsgestir verða í teboðinu í garðinum við Buckinghamhöll. Griffin var boðið vegna þess að hann náði kjöri á Evrópuþingið á síðasta ári. Flokkur hans en lengst til hægri í breskum stjórnmálum.

Talsmaður hallarinnar sagði, að boðið til Griffin hefði nú verið afturkallað vegna þess að Griffin hefði hagnýtt sér það í pólitískum tilgangi. Sagði talsmaðurinn, að þessi ákvörðun hefði verið tekin í samráði við lögregluna.

Griffin ákvað í fyrra að mæta ekki í teboðið vegna andstöðu ýmissa aðila, þar á meðal Boris Johnson, borgarstjóra Lundúna. Hann kom hins vegar fram í sjónvarpi í vikunni til að útskýra hvers vegna hann ætlaði að mæta nú. Sagði hann, að höllin hefði komið því skýrt á framfæri, að öllum kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka yrði boðið. Hann sagðist ekki reikna með að hitta drottninguna að máli „en ef ég hitti hana við samlokuborðið mun ég auðvitað tala við hana," sagði hann.

Samtök sem berjast gegn fasisma höfðu áður gagnrýnt að Griffin skyldi boðið og sögðu að viðburðir á borð við þennan gerðu það að verkum, að Griffin og flokkur hans fengju einskonar opinbera viðurkenningu.   

Breski þjóðarflokkurinn vill að innflytjendastraumurinn til Bretlands verði stöðvaður og innflytjendur verði fluttir aftur til þeirra landa sem þeir komu frá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ingibjörg Axelma Axelsdóttir: Ha?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes