Fry í stjórn Norwich City

Reuters

Leikarinn Stephen Fry hefur tekið sæti í stjórn knattspyrnufélagsins Norwich City. Um þetta var tilkynnt á blaðamannafundi félagsins í dag.

Fry, sem mun sinna starfi „sendiherra“ Norwich City, sagði í samtali við BBC að þetta væri sannarlega einn af mest spennandi dögum í lífi sínu og hann gæti ekki verið stoltari eða ánægðari.

„Framkvæmdastjórar Norwich City hafa gengið framhjá mér við val á leikmönnum í liðið í mörg ár, ótrúlegt en satt, svo ég hef komist að þeirri sorglegu niðurstöðu að úr þessu sé ólíklegt að ég verði valinn í byrjunarliðið.“

„Þess í stað mun ég aðstoða liðið, með mikilli ánægju, á öðrum sviðum.“

Leikarinn, rithöfundurinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn, Fry, á heimili í Norfolk og hefur verið stuðningsmaður Norwich City alla ævi.

Hann sækir reglulega heimaleiki félagsins og situr þá oft við hlið Deliu Smith sem á meirihluta í knattspyrnufélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes