Rússneskur blaðamaður verðlaunaður

Frá Moskvu höfuðborg Rússlands.
Frá Moskvu höfuðborg Rússlands. DENIS SINYAKOV

Rússneski blaðamaðurinn Ilya Barabanov sem unnið hefur ötullega að því að fletta ofan af spillingu í heimalandi sínu, hlaut í dag Peter Mackler verðlaunin sem árlega eru veitt fyrir hugrekki í fréttamennsku, frá alþjóðasamtökunum Blaðamenn án landamæra.

Barabanov er ritstjóri vikuritsins The New Times sem gefið er út í Rússlandi og hefur verið ákært af rússneska ríkinu eftir birtingu gagnrýninna frétta. „Barabanov, sem er ungur blaðamaður, hefur sýnt af sér gríðarlegt hugrekki með því að berjast fyrir frjálsri fjölmiðlun og fyrir rétti rússnesks almennings á frjálsum og óháðum fréttaflutningi. Þessir eiginleikar eru það sem leitast er eftir að verðlauna með Peter Mackler verðlaununum," hefur AFP eftir verkefnisstýrunni Camille Mackler.

Blaðamenn án landamæra sem annast verðlaunaafhendinguna benda á að ritskoðun á internetinu fari vaxandi í Rússlandi og fjölmiðlum þar í landi sé reglulega hótað.  Aðalritari samtakanna segist fagna því að Barabanov séu veitt verðlaunin. „Að vera fréttamaður í Rússlandi er eitthvert erfiðasta starf sem til er.   Rússneskir blaðamenn þurfa á stuðningi og viðurkenningu umheimsins að halda fyrir störf sín."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka