Ljósanótt sett í dag

Ljósanótt verður sett í dag
Ljósanótt verður sett í dag

Ljósanótt í Reykjanesbæ verður sett í 11. sinn við Myllubakkaskóla í dag klukkan 10:30  þegar nemendur í leik- og grunnskólum sleppa 2000 blöðrum til himins.  Nemendur koma til athafnarinnar í skrúðgöngu þar sem þeir flagga litum skólanna, fánum og trommuslætti.

Gítarsveit nemenda Gítar Myllos stjórnar fjöldasöng sem endar á fyrsta ljósalaginu Velkomin á Ljósanótt og Árni Sigfússon bæjarstjóri setur hátíðina.

Framundan er fjölbreytt dagskrá sem stendur yfir í fjóra daga eða til sunnudagsins 5. september.

Fetað til framtíðar í fjörunni er stígvélaverkefni leikskólans Holts sem hægt verður að skoða á Ljósanótt.  Þar verða sýnd listaverk unnin af nemendum leikskólans þar sem stígvél eru í aðalhlutverki.

Í dag verður hægt að finna barnastígvél meðfram fjörugarðinum fyrir neðan tjarnirnar í Innri Njarðvík sem mynda listaverk þar sem börnin tjá hugmyndir sínar um fjöruna í máli og myndum. 

Föngum á Litla-Hrauni hefur í nokkurn tíma staðið til boða að vinna við fjölbreytta iðju með það í huga að listsköpunin geti haft jákvæð og bætandi áhrif á þá. Til stuðnings þessu uppbyggingarstarfi var ákveðið að sýna og selja margvíslegar afurðir fanganna á Ljósanótt í Reykjanesbæ í Gömlu búð við Duustorg. 

Dagskrá Ljósanætur

Verk fanga á Litla-Hrauni
Verk fanga á Litla-Hrauni
Í dag verður hægt að finna barnastígvél meðfram fjörugarðinum fyrir …
Í dag verður hægt að finna barnastígvél meðfram fjörugarðinum fyrir neðan tjarnirnar í Innri Njarðvík
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant