Rumsfeld lætur allt flakka

Donald Rumsfeld
Donald Rumsfeld Reuters

Fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, mun gefa út endurminningar sínar í janúar og heitir útgefandi bókarinnar því að Rumsfeld láti allt flakka í bókinni. Rumsfeld var einn helsti stuðningsmaður árásarinnar á Írak árið 2002 og væntanlega mun Íraksstríðið taka töluvert pláss á síðum bókarinnar. 

Útgefandinn heitir því jafnframt að samhliða útgáfu bókarinnar verði vefsvæði sett á laggirnar þar sem þúsundir skjala verði vistuð sem tengjast Rumsfeld. Allur ágóði af sölu bókarninnar mun renna í sjóði fyrrverandi hermanna.

Bókin, Known and Unknown, fjallar um ævi Rumsfeld og alls konar mál sem komu inn á hans borð, bæði í starfi og persónulega. Má þar nefna ásakanir um misþyrmingar fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og mannréttindabrot í fangabúðum Bandaríkjastjórnar við Guantánamoflóa á Kúbu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant