„Íslendingar eru fæddir stríðsmenn“

„Þegar við vorum yngri drukkum við lýsi og borðuðum sviðahausa og fisk. Ég held að þetta sé málið,“ segir Árni „úr járni“ Ísaksson bardagakappi.

Hann vann á dögunum frækilegan sigur á rússneska meistaranum Magomed Saadulaev í MMA (blönduðum bardagalistum). Hann er á hraðri uppleið í MMA-heiminn, líkt og félagi hans Gunnar Nelson, og þegar hann er spurður hvers vegna Íslendingum gangi svona vel í greininni segir hann: „Við erum víkingar og víkingar eru sterkir. Ég held bara að við séum fæddir í þetta. Íslendingar eru gerðir til þess að vera fighterar.“

Hann segir það mikinn misskilning að það séu bara ofbeldisseggir sem sækist í íþróttir á borð við blandaðar bardagalistir. „Ég fer aldrei í götuslagsmál eða neitt þannig, mér finnst það bara rugl. Gaurar sem mæta með það viðhorf að berja einhvern úti á götu endast aldrei í þessu,“ segir Árni.

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Árni er að gera frábæra hluti í MMA.
Árni er að gera frábæra hluti í MMA. Allan Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes