Vændiskonur skikkaðar í vesti

Vændiskonur í endurskinsvestum
Vændiskonur í endurskinsvestum

Vændiskonum, sem leita viðskiptavina við þjóðveg nærri borginni Lleida í Katalóníu, hefur verið gert að klæðast gulum endurskinsvestum, ellegar greiða 40 evra sekt. Lögregluyfirvöld segja þetta gert til að tryggja öryggi ökumanna.

Klæðist vændiskonurnar ekki vestunum brjóta þær lög frá 2004, en samkvæmt þeim verða gangandi vegfarendur í vegaköntum og á vegöxlum að vera í auðsjáanlegum klæðnaði.

„Síðastliðna tvo mánuði hafa vændiskonurnar verið sektaðar af tveim ástæðum, fyrir að vera ekki í endurskinsklæðnaði og fyrir að tefla öryggi vegfarenda í tvísýnu,“ segir talsmaður lögreglunnar á svæðinu.

Aðgerðirnar nú koma í kjölfar þess að konunum hefur verið úthýst af fjölförnum stöðum í byggð.

Áætlað er að um 300 þúsund konur selja líkama sinn á Spáni. Vændi er ekki ólöglegt á Spáni, en hagnaður af sölu annarra er það hins vegar.

Nýleg könnun leiddi það í ljós að einn af hverjum fjórum spænskum karlmönnum hafa greitt fyrir kynlíf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes